Verkefnasjóður sjávarútvegsins styrkir verkefnið: ,,Bólguhemjandi efni í íslenskum botndýrum á grunnslóð”

 Fréttir, Lyfjaefnafræði, Vísindamenn  Comments Off on Verkefnasjóður sjávarútvegsins styrkir verkefnið: ,,Bólguhemjandi efni í íslenskum botndýrum á grunnslóð”
Mar 082012
 

Í síðustu viku voru veittir styrkir úr samkeppnisdeild Verkefnasjóðs sjávarútvegsins fyrir árið 2012. Alls bárust 60 umsóknir þar sem sótt var um styrki samtals að upphæð 390 milljónir króna en 150 milljónir króna voru til úthlutunar á árinu 2012.

Alls voru veittir styrkir til 26 verkefna og þar á meðal hlaut verkefnið ,,Bólguhemjandi efni í íslenskum botndýrum á grunnslóð” 7,5 milljón króna styrk en verkefnisstjóri er Sesselja Ómarsdóttir, dósent við Lyfjafræðideild og vísindamaður við Lyfjafræðisetur. Meðumsækjendur eru  Arnór Víkingsson, gigtarlæknir LSH og klínískur lektor, Elín S. Ólafsdóttir, prófessor við Lyfjafræðideild HÍ, Halldór P. Halldórsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs H.Í. Sandgerði, Ingibjörg Harðardóttir, prófessor Læknadeild HÍ, Jóna Freysdóttir, prófessor Læknadeild HÍ og forstöðunáttúrufræðingur á Rannsóknastofur í gigtsjúkdómum og ónæmisfræðideild LSH og Jörundur Svavarsson, prófessor við Líf- og umhverfisfræðideild HÍ, Arnheiður Eyþórsdóttir, aðjúnkt HA.

Listi yfir úthlutunina er hér en þess má geta að styrkurinn var einn sá hæsti sem veittur var og er mikil viðurkenning fyrir umsækjendurnar.

 Posted by at 10:00 am
WP-Backgrounds Lite by InoPlugs Web Design and Juwelier Schönmann 1010 Wien