Rannsóknarfólk við Lyfjafræðideild HÍ hlýtur styrk frá Evrópusambandinu

 Uncategorized  Comments Off on Rannsóknarfólk við Lyfjafræðideild HÍ hlýtur styrk frá Evrópusambandinu
Apr 202012
 

Rannsóknar- og þróunarverkefnið SENATOR hefur hlotið styrk upp á tæpar 6 milljónir evra og meðal þáttakenda er Lyfjafræðideild Háskóla Íslands og Landspítalinn.
SENATOR er stytting á heiti verkefnisins: Development and clinical trials of a new Software ENgine for the Assessment & optimization of drug and non-drug Therapy in Older peRsons. Í stuttu máli fjallar verkefnið um að þróa og prófa hugbúnað sem aðstoðar lækna sem ekki eru sérhæfðir í öldrunarlækningum við val á lyfjum og öðrum meðferðum sem hæfa öldruðum. Rannsóknarhóparnir sem taka þátt eru 11 talsins og eru tveir þeirra íslenskir.
Tveir fastir kennarar við Lyfjafræðideild eru á meðal styrkþega. Þau eru Anna Birna Almarsdóttir prófessor og Pétur Gunnarsson lektor. Anna Birna leiðir einn af 11 rannsóknarhlutum verkefnisins fyrir hönd Lyfjafræðideildar, en Pétur starfar að verkefninu í gegnum Landspítala. Einnig eru á meðal umsækjenda frá Landspítala þau María Heimisdóttir læknir og framkvæmdastjóri og Aðalsteinn Guðmundsson öldrunarlæknir en þau tengjast jafnframt Læknadeild HÍ.

 Posted by at 2:13 pm

Ný grein í Journal of Fluorescence

 Fréttir, Fréttir, Greinar, Lyfjaefnafræði, Vísindamenn  Comments Off on Ný grein í Journal of Fluorescence
Apr 172012
 

Nýlega birtist grein í Journal of Fluorescence (impact factor 1.966) eftir Má Másson (meðhöfundur) og erlenda samstarfsaðila. Greinin heitir  “Studies on Curcumin and Curcuminoids. XLVI. Photophysical Properties of Dimethoxycurcumin and Bis-dehydroxycurcumin” Aðrir höfundar eru L. Nardo & A. Andreoni & M. Bondani  & T. Haukvik & H. H. Tønnesen.

Hægt er að nálgast greinina hér á heimasíðu forlags.

 Posted by at 11:46 am
WP-Backgrounds Lite by InoPlugs Web Design and Juwelier Schönmann 1010 Wien