Kennari við Lyfjafræðideild kaflahöfundur í nýrri bók frá McGraw-Hill um lyfjafræðilega umsjá (Pharmaceutical Care)

 Fréttir, Lyfjafaraldsfræði, Vísindamenn  Comments Off on Kennari við Lyfjafræðideild kaflahöfundur í nýrri bók frá McGraw-Hill um lyfjafræðilega umsjá (Pharmaceutical Care)
May 022012
 

Þriðja útgáfa bókarinnar Pharmaceutical Care Prctice – The Patient Centered Approach to Medication Management kom út á dögunum hjá hinu virta forlagi McGraw-Hill. Fyrri útgáfur bókarinnar eftir þau Bob Cipolle, Lindu Strand og Peter Morley hafa öðlast mikla útbreiðslu meðal lyfjafræðinga. Hin nýja útgáfa bókarinnar hefur enn sem fyrr að markmiði að útskýra hugtakið lyfjafræðileg umsjá og hvernig því skal komið í verk á auðlæsan og skýran máta. Nýnæmi í þessari útgáfu er að síðasti hluti bókarinnar fer yfir stöðu mála í ýmsum heimshornum. Anna Birna Almarsdóttir prófessor við Lyfjafræðideild er höfundur kaflans sem fer yfir stöðu og framtíð lyfjafræðilegrar umsjár á Norðurlöndunum.

 Posted by at 6:01 pm
WP-Backgrounds Lite by InoPlugs Web Design and Juwelier Schönmann 1010 Wien