Vel heppnaðri ráðstefnu lokið

 Fréttir  Comments Off on Vel heppnaðri ráðstefnu lokið
Jun 072012
 

Um síðustu helgi hófst ráðstefnan “CRS Nordic Chapter  – Drug delivery and targeting” sem er ráðstefna sem haldin er annað hvert ár í einhverju Norðurlandanna. CRS Nordic Chapter er Norrænt tengslanet innan Controlled Release Society. Þetta er í fyrsta skipti sem þessi ráðstefna er haldin hérlendis og tókst hún með eindæmum vel og var betur sótt en venjulega. Mikil ánægja var með dagskrá ráðstefnunnar og aðalfyrirlesara. Ekki skemmdi veðrið fyrir og margir fóru í skoðunarferð á sunnudeginum og í Bláalónið á mánudagskvöldi. Aðstaðan og aðbúnaður á Hotel Natura var til fyrirmyndar og veitingar ljúffengar. Ráðstefnunni lauk svo á Rúbin þar sem tilkynnt var um sigurvegara í veggspjaldakeppni doktorsnema en það var Resmi Anand sem hlaut þau verðlaun fyrir veggspjaldið ” Host-guest interactions between Fe(III)-trimesate MOF and  azidothymidine derivatives: a spectroscopic study “. Í undirbúningsnefnd voru Þorsteinn Loftsson, Hákon Hrafn Sigurðsson, Sergey Kurkov og Zoltán Fülöp auk Helgu Bjarnason hjá Ráðstefnuþjónustunni sf sem er helsti sérfræðingur landsins í ráðstefnuskipulagi af þessu tagi. Nánari upplýsingar um dagskrá má sjá hér.

 Posted by at 12:06 pm
WP-Backgrounds Lite by InoPlugs Web Design and Juwelier Schönmann 1010 Wien