Oct 042012
 

Nýlega birtist grein í Pediatrics (impact factor 5.391 árið 2010) eftir Helgu Zoega (1. höfundur) ásamt leiðbeinendum hennar (Anna Birna Almarsdóttir og Unnur Valdimarsdóttir). Aðrir meðhöfundar eru samstarfsaðilar við Harvardháskóla og Embætti Landlæknis. Greinin heitir  ”A Population-Based Study of Stimulant Drug Treatment for ADHD and Academic Progress in Children” og var lokahluti doktorsverkefnis hennar sem hún varði í ágúst 2011 og það telst mjög gott fyrir nýbakaðan doktor að ná að birta grein í tímariti með svo háan impact factor.

Hægt er að nálgast greinina hér á heimasíðu forlags hér. doi: 10.1542/peds.2011-3493

 Posted by at 2:22 pm

Ný grein í Familiy Practice

 Uncategorized  Comments Off on Ný grein í Familiy Practice
Oct 012012
 

Nýlega birtist grein í Family Practice eftir rannsóknafólk í Lyfjafaraldsfræði-hópi (Anna Birna Almarsdóttir prófessor og Guðrún Þengilsdóttir doktorsnemi). Aðrir meðhöfundar eru samstarfsaðilar við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Embætti landlæknis. Greinin heitir  ” Primary non-adherence to prescribed medication in general practice: lack of influence of moderate increases in patient copayment.” Aðrir höfundar eru Kristján Linnet, Matthías Halldórsson, Ólafur B. Einarsson og Kristinn Jónsson. Rannsókn þessi var sú fyrsta sem samkeyrði gögn úr lyfjagagnagrunni Embættis Landlæknis og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Hægt er að nálgast greinina hér á heimasíðu forlags hér. doi: 10.1093/fampra/cms049

 Posted by at 2:25 pm
WP-Backgrounds Lite by InoPlugs Web Design and Juwelier Schönmann 1010 Wien