Forsíðumynd á marshefti Pharmaceutical Research

 Uncategorized  Comments Off on Forsíðumynd á marshefti Pharmaceutical Research
Mar 152013
 

11095_030_003Mynd úr grein eftir Berglindi Evu Benediktsdóttur (útskrifaðist í nóvember 2012, leiðbeinendur Már Másson  og Ólafur Baldursson) birtist á forsíðu marsheftis Pharmaceutical Research (impact factor 4.093 – flokkast í Q1). Greinin heitir “Drug Delivery Characteristics of the Progenitor Bronchial Epithelial Cell Line VA10” og fjallar um gildingu á nýrri frumulínu fyrir lyfjafræðirannsóknir. Þetta er auðvitað mikill heiður fyrir höfundana en greinina má nálgast hér.

 Posted by at 11:17 am

Ný grein í mjög virtu tímariti

 Fréttir, Fréttir, Lyfjaefnafræði, Lyfjaefnafræði, Nemar, Nemar  Comments Off on Ný grein í mjög virtu tímariti
Mar 022013
 

jmcmar_v056i006.indd

Nýlega birtist grein í Journal of medicinial Chemistry (impact factor 5.248 árið 2011) eftir Vivek Gaware (1. höfundur) ásamt leiðbeinendum hennar (Már Másson). Aðrir meðhöfundar eru samstarfsaðilar í Noregi (PCI Biotech) og við Raunvísindadeild HÍ. Greinin heitir  ”Tetraphenylporphyrin Tethered Chitosan Based Carriers for Photochemical Transfection”. Þess má geta að tímaritið er númer 3 af 59 í flokki tímarita sem fjalla um lyfjaefnasmíðar – sjá hér.

Hægt er að nálgast greinina hér á heimasíðu forlags hér.

 

 Posted by at 11:03 am
WP-Backgrounds Lite by InoPlugs Web Design and Juwelier Schönmann 1010 Wien