Stórir styrkir til vísindafólks við Lyfjafræðiseturs

 Fréttir, Vísindamenn  Comments Off on Stórir styrkir til vísindafólks við Lyfjafræðiseturs
Nov 292013
 

frett2Vísindafólk við Lyfjafræðisetur hlaut nýverið þrjá stóra styrki til þátttöku í Marie Curie mannauðsáætlun Evrópusambandsins. Mikil samkeppni er um styrki úr áætluninni og í heild voru fjögur verkefni við Háskóla Íslands sem hlutu slíkan styrk. Er þetta því frábær árangur hjá vísindafólki Lyfjafræðideildar og mikil hagsbót fyrir vísindastarf í deildinni.

Í þjálfunarnetinu felst að fjöldi evrópskra háskóla, rannsóknastofnana og fyrirtækja hefur samstarf um þjálfun vísindafólks á fyrstu stigum starfsferils síns. Í hverju þjálfunarneti er unnið að einu heildarverkefni en fjöldi rannsóknarhópa vinnur svo einnig að smærri verkefnum.

Verkefni Lyfjafræðideildar eru undir stjórn Margrétar Þorsteinsdóttur dósents, Sesselju Ómarsdóttur dósents, Elínar Soffíu Ólafsdóttur prófessors og Þorsteins Loftssonar prófessors. Sjá nánar á heimasíðu skólans.

 Posted by at 11:23 am
WP-Backgrounds Lite by InoPlugs Web Design and Juwelier Schönmann 1010 Wien