Málstofa í Lyfjafræðideild

 Uncategorized  Comments Off on Málstofa í Lyfjafræðideild
Dec 192013
 

Í dag fer tram stutt málstofa við Lyfjafræðideild í stofu 104 en þá munu 3 nýir doktorsnemar kynna verkefni sín. Dagskráin hefst kl. 13 og er eftirfarandi:

Helga Helgadóttir: 13:00 – 13:15
Pharmacology and pharmacokinetics of eclampsin (placental protein 13) and aspirin

Phennapha Saokham: 13:15 – 13:30
Chitosan/sulfobutylether-β-cyclodextrin nanoparticles

Chutimon Muankaew: 13:30 – 13:45

Cyclodextrin  microparticles  for targeted  ocular  drug  delivery

 Posted by at 11:37 am

Doktorsvörn við Lyfjafræðideild

 Fréttir, Fréttir, Lyfjagerðarfræði, Nemar, Nemar  Comments Off on Doktorsvörn við Lyfjafræðideild
Dec 052013
 

elenaÍ dag (fimmtudaginn 5. desember)  fer fram doktorsvörn við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands en þá mun Elena V. Ukhatskaya, líffræðingur, verja doktorsritgerð sína:Katjónískar amínókalix[4]aren lyfjaferjur“ (enska: „Characterization of cationic amphiphilic quaternized aminocalix[4]arenes as novel potential drug delivery vehicles (vectors)“).

Andmælendur eru dr. Antonio Mazzaglia, vísindamaður við Háskólann í Messina og dr. Sveinbjörn Gizuarson, prófessor við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands.

Leiðbeinandi í verkefninu var dr. Þorsteinn Loftsson, prófessor  við Lyfjafræðideild HÍ. Dr. Már Másson, forseti Lyfjafræðideildar HÍ, stjórnar athöfninni sem fer fram í hátíðasal, Aðalbyggingu og hefst klukkan 9.

Ritgerðin fjallar um rannsóknir á amínókalixaren-lyfjaferjum og áhrif þeirra á örverur.  Virkni lyfs er ekki einungis háð hæfni lyfjasameindarinnar til að tengjast ákveðnum viðtækjum í líkama manna og dýra heldur einnig hversu auðveldlega sameindin kemst inn í líkamann og að viðtækinu.  Efnasambönd og nanóagnir sem ferja lyfjasameindir að viðtækjum þeirra nefnast lyfjaferjur.  Lyfjaferjur hafa til dæmis verið notaðar til að ferja krabbameinslyf frá blóðrásinni inn í æxlisfrumur og frá yfirborði augans inn í augað.

Kalixaren eru hringlaga efnasambönd sem mynduð eru með því að tengja nokkra fenóleiningar saman með metýlen-tengieiningum.  Kalix[4]aren eru mynduð úr fjórum fenóleiningum, kalix[6]aren úr sex einingum o.s.fr.  Líkt og sýklódextrín og kórónuetersambönd hafa kalixaren fitusækið holrúm í miðju sameindarinnar og geta myndað fléttur með því að taka upp efnasabönd, eða fitusækna hluta efnasambanda, inn í gatið.  Efnið sem fer inn í gatið er gjarnan kallað gestur eða gestasameind en kalixarensameindin er kölluð gestgjafi, gestgjafasameind eða hýsill.  Kalixaren gestjafi getur verndað gestinn fyrir utanaðkomandi áhrifum svo sem gegn efnahvörfum en kalixaren hafa einnig verið notuð sem hvatar sem líkja eftir ensímum.  Líkt og sýklódextrín geta vatnsleysanleg amínókalixaren myndað vatnsleysanlegar fléttur með torleysanlegum lyfjum og aukið þannig frásog lyfjanna inn í líkama manna og dýra.  Í doktorsverkefninu voru nokkrar gerðir af vatnsleysanlegum amínókalixarensamböndum rannsakökuð með tilliti til notkun þeirra í lyfjaiðnaði, bæði sem lyfjaferjur og sem virk efnasambönd.  Í samstarfi við rannsóknahópa í Bretlandi og Úkraínu voru þrjú amínókalix[4]aren samtengd.  Hæfni þeirra til að hópa sig saman og mynda nanóagnir og mísellur var könnuð með því að mæla flutning þeirra í gegnum hálfgegndræpar himnur.  DLS aðferð og rafeindarsmásjártækni (TEM) var beitt til að ákvarða stærðardreifingu agnanna.  Bakteríudrepandi eiginleikar þeirra gegn Gram-jákvæðum og Gram-neikvæðum örverum voru rannsakaðir sem og eituráhrif þeirra í frumuræktun.  Að lokum var hæfni þeirra til að auka vatnsleysanleika torleysanlegra lyfja kannaður sem og notkun þeirra sem lyfjaferjur.
Niðurstöður rannsóknaverkefnisins sýna að amínokalix[4]aren hópa sig saman og mynda nanóagnir og mísellur.  Amínokalix[4]aren auka leysanleika torleysanlegra lyfja í vatni og hafa oft meiri áhrif á leysanleikann en sýklódextrín.  Þau þrjú afbrigði af amínokalix[4]arenum sem voru rannsökuð gáfu litla sem enga eitursvörun í frumuræktun og höfðu lítil áhrif á rauð blóðkorn, en höfðu ágæt bakteríudrepandi áhrif gegn bæði Gram-neikvæðum og Gram-jákvæðum örverum.  Niðurstöður doktorsverkefnisins benda eindregið til þess að amínokalix[4]aren myndi nanóagnir sem henti vel sem lyfjaferjur.
Doktorsritgerð Elenu er byggð á fimm vísindagreinum í alþjóðlegum tímaritum.

Um Elenu

Elena V. Ukhatskaya er fædd 1983. Hún laus M.Sc í líffræði frá Ivanovo State University árið 2005. Hún er gift dr. Sergey V. Kurkov, sérfræðing við Lyfjafræðideild HÍ. Þau eiga eina dóttur.

 Posted by at 8:33 am
WP-Backgrounds Lite by InoPlugs Web Design and Juwelier Schönmann 1010 Wien