hhs

Málstofa í Lyfjafræðideild

 Uncategorized  Comments Off on Málstofa í Lyfjafræðideild
Dec 192013
 

Í dag fer tram stutt málstofa við Lyfjafræðideild í stofu 104 en þá munu 3 nýir doktorsnemar kynna verkefni sín. Dagskráin hefst kl. 13 og er eftirfarandi:

Helga Helgadóttir: 13:00 – 13:15
Pharmacology and pharmacokinetics of eclampsin (placental protein 13) and aspirin

Phennapha Saokham: 13:15 – 13:30
Chitosan/sulfobutylether-β-cyclodextrin nanoparticles

Chutimon Muankaew: 13:30 – 13:45

Cyclodextrin  microparticles  for targeted  ocular  drug  delivery

 Posted by at 11:37 am

Doktorsvörn við Lyfjafræðideild

 Uncategorized  Comments Off on Doktorsvörn við Lyfjafræðideild
Dec 052013
 

elenaÍ dag (fimmtudaginn 5. desember)  fer fram doktorsvörn við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands en þá mun Elena V. Ukhatskaya, líffræðingur, verja doktorsritgerð sína:Katjónískar amínókalix[4]aren lyfjaferjur“ (enska: „Characterization of cationic amphiphilic quaternized aminocalix[4]arenes as novel potential drug delivery vehicles (vectors)“).

Andmælendur eru dr. Antonio Mazzaglia, vísindamaður við Háskólann í Messina og dr. Sveinbjörn Gizuarson, prófessor við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands.

Leiðbeinandi í verkefninu var dr. Þorsteinn Loftsson, prófessor  við Lyfjafræðideild HÍ. Dr. Már Másson, forseti Lyfjafræðideildar HÍ, stjórnar athöfninni sem fer fram í hátíðasal, Aðalbyggingu og hefst klukkan 9.

Ritgerðin fjallar um rannsóknir á amínókalixaren-lyfjaferjum og áhrif þeirra á örverur.  Virkni lyfs er ekki einungis háð hæfni lyfjasameindarinnar til að tengjast ákveðnum viðtækjum í líkama manna og dýra heldur einnig hversu auðveldlega sameindin kemst inn í líkamann og að viðtækinu.  Efnasambönd og nanóagnir sem ferja lyfjasameindir að viðtækjum þeirra nefnast lyfjaferjur.  Lyfjaferjur hafa til dæmis verið notaðar til að ferja krabbameinslyf frá blóðrásinni inn í æxlisfrumur og frá yfirborði augans inn í augað.

Kalixaren eru hringlaga efnasambönd sem mynduð eru með því að tengja nokkra fenóleiningar saman með metýlen-tengieiningum.  Kalix[4]aren eru mynduð úr fjórum fenóleiningum, kalix[6]aren úr sex einingum o.s.fr.  Líkt og sýklódextrín og kórónuetersambönd hafa kalixaren fitusækið holrúm í miðju sameindarinnar og geta myndað fléttur með því að taka upp efnasabönd, eða fitusækna hluta efnasambanda, inn í gatið.  Efnið sem fer inn í gatið er gjarnan kallað gestur eða gestasameind en kalixarensameindin er kölluð gestgjafi, gestgjafasameind eða hýsill.  Kalixaren gestjafi getur verndað gestinn fyrir utanaðkomandi áhrifum svo sem gegn efnahvörfum en kalixaren hafa einnig verið notuð sem hvatar sem líkja eftir ensímum.  Líkt og sýklódextrín geta vatnsleysanleg amínókalixaren myndað vatnsleysanlegar fléttur með torleysanlegum lyfjum og aukið þannig frásog lyfjanna inn í líkama manna og dýra.  Í doktorsverkefninu voru nokkrar gerðir af vatnsleysanlegum amínókalixarensamböndum rannsakökuð með tilliti til notkun þeirra í lyfjaiðnaði, bæði sem lyfjaferjur og sem virk efnasambönd.  Í samstarfi við rannsóknahópa í Bretlandi og Úkraínu voru þrjú amínókalix[4]aren samtengd.  Hæfni þeirra til að hópa sig saman og mynda nanóagnir og mísellur var könnuð með því að mæla flutning þeirra í gegnum hálfgegndræpar himnur.  DLS aðferð og rafeindarsmásjártækni (TEM) var beitt til að ákvarða stærðardreifingu agnanna.  Bakteríudrepandi eiginleikar þeirra gegn Gram-jákvæðum og Gram-neikvæðum örverum voru rannsakaðir sem og eituráhrif þeirra í frumuræktun.  Að lokum var hæfni þeirra til að auka vatnsleysanleika torleysanlegra lyfja kannaður sem og notkun þeirra sem lyfjaferjur.
Niðurstöður rannsóknaverkefnisins sýna að amínokalix[4]aren hópa sig saman og mynda nanóagnir og mísellur.  Amínokalix[4]aren auka leysanleika torleysanlegra lyfja í vatni og hafa oft meiri áhrif á leysanleikann en sýklódextrín.  Þau þrjú afbrigði af amínokalix[4]arenum sem voru rannsökuð gáfu litla sem enga eitursvörun í frumuræktun og höfðu lítil áhrif á rauð blóðkorn, en höfðu ágæt bakteríudrepandi áhrif gegn bæði Gram-neikvæðum og Gram-jákvæðum örverum.  Niðurstöður doktorsverkefnisins benda eindregið til þess að amínokalix[4]aren myndi nanóagnir sem henti vel sem lyfjaferjur.
Doktorsritgerð Elenu er byggð á fimm vísindagreinum í alþjóðlegum tímaritum.

Um Elenu

Elena V. Ukhatskaya er fædd 1983. Hún laus M.Sc í líffræði frá Ivanovo State University árið 2005. Hún er gift dr. Sergey V. Kurkov, sérfræðing við Lyfjafræðideild HÍ. Þau eiga eina dóttur.

 Posted by at 8:33 am

Stórir styrkir til vísindafólks við Lyfjafræðiseturs

 Uncategorized  Comments Off on Stórir styrkir til vísindafólks við Lyfjafræðiseturs
Nov 292013
 

frett2Vísindafólk við Lyfjafræðisetur hlaut nýverið þrjá stóra styrki til þátttöku í Marie Curie mannauðsáætlun Evrópusambandsins. Mikil samkeppni er um styrki úr áætluninni og í heild voru fjögur verkefni við Háskóla Íslands sem hlutu slíkan styrk. Er þetta því frábær árangur hjá vísindafólki Lyfjafræðideildar og mikil hagsbót fyrir vísindastarf í deildinni.

Í þjálfunarnetinu felst að fjöldi evrópskra háskóla, rannsóknastofnana og fyrirtækja hefur samstarf um þjálfun vísindafólks á fyrstu stigum starfsferils síns. Í hverju þjálfunarneti er unnið að einu heildarverkefni en fjöldi rannsóknarhópa vinnur svo einnig að smærri verkefnum.

Verkefni Lyfjafræðideildar eru undir stjórn Margrétar Þorsteinsdóttur dósents, Sesselju Ómarsdóttur dósents, Elínar Soffíu Ólafsdóttur prófessors og Þorsteins Loftssonar prófessors. Sjá nánar á heimasíðu skólans.

 Posted by at 11:23 am

Vísindamenn við Lyfjafræðideild höfundar að bókarkafla í Natural Products

 Uncategorized  Comments Off on Vísindamenn við Lyfjafræðideild höfundar að bókarkafla í Natural Products
Oct 082013
 

9783642221446Í september kom út mjög vegleg 5 bóka sería hjá hinu Springer sem ber heitið Natural Products. Þær Elín Soffía Ólafsdóttir, Elsa Steinunn Halldórsdóttir, Natalia M. Pich og Sesselja Ómarsdóttir skrifa einn kafla í þessa bókaseríu um Lycopodium Alkaloida – sjá nánar hér.

 Posted by at 11:26 am

Sérútgáfa af International Journal of Pharmaceutics

 Greinar, Greinar, Vísindamenn, Vísindamenn, Vísindamenn  Comments Off on Sérútgáfa af International Journal of Pharmaceutics
Aug 152013
 

internationalÍ ágúst kom út sérútgáfa um torleysanleg lyf hjá International Journal of Pharmaceutics. Ritstjórar útgáfunnar eru Juergen Siepmann, Anette Muellertz og Þorsteinn Loftsson og er það mikill heiður fyrir Þorstein að vera beðinn um að ritstýra slíkri útgáfu. 22 yfirlitsgreinar eru í heftinu og eina þeirra skrifa Sergey Kurkov og Þorsteinn Loftsson um cyclodextrin. Hákon Hrafn Sigurðsson skrifar aðra grein um slímlag sem hindrun á flæði fitusækinna lyfja. Meðhöfundar hans að þeirri grein eru Prof. Claus-Michael Lehr og Julian Kirch frá Saarland Universtiy.

 Posted by at 11:16 am
Jul 112013
 

Camera 360Nýr doktorsnemi, Chutimon Muankaew, hóf rannsóknarverkefni sitt við deildina í júní. Hún er lyfjafræðingur frá Tailandi og er annar doktorsneminn sem kemur þaðan í deildina. Verkefni hennar heitir “Cyclodextrin microparticles for targeted ocular drug delivery” og leiðbeinandi er Þorsteinn Loftsson. Sjá nánar um verkefnið hér.

 Posted by at 11:06 am

Forsíðumynd á marshefti Pharmaceutical Research

 Uncategorized  Comments Off on Forsíðumynd á marshefti Pharmaceutical Research
Mar 152013
 

11095_030_003Mynd úr grein eftir Berglindi Evu Benediktsdóttur (útskrifaðist í nóvember 2012, leiðbeinendur Már Másson  og Ólafur Baldursson) birtist á forsíðu marsheftis Pharmaceutical Research (impact factor 4.093 – flokkast í Q1). Greinin heitir “Drug Delivery Characteristics of the Progenitor Bronchial Epithelial Cell Line VA10” og fjallar um gildingu á nýrri frumulínu fyrir lyfjafræðirannsóknir. Þetta er auðvitað mikill heiður fyrir höfundana en greinina má nálgast hér.

 Posted by at 11:17 am

Ný grein í mjög virtu tímariti

 Uncategorized  Comments Off on Ný grein í mjög virtu tímariti
Mar 022013
 

jmcmar_v056i006.indd

Nýlega birtist grein í Journal of medicinial Chemistry (impact factor 5.248 árið 2011) eftir Vivek Gaware (1. höfundur) ásamt leiðbeinendum hennar (Már Másson). Aðrir meðhöfundar eru samstarfsaðilar í Noregi (PCI Biotech) og við Raunvísindadeild HÍ. Greinin heitir  ”Tetraphenylporphyrin Tethered Chitosan Based Carriers for Photochemical Transfection”. Þess má geta að tímaritið er númer 3 af 59 í flokki tímarita sem fjalla um lyfjaefnasmíðar – sjá hér.

Hægt er að nálgast greinina hér á heimasíðu forlags hér.

 

 Posted by at 11:03 am

Doktorsvörn í lyfjafræði

 Uncategorized  Comments Off on Doktorsvörn í lyfjafræði
Nov 262012
 

Í dag (mánudaginn 26. nóvember)  fer fram doktorsvörn við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands. Þetta er fjórða doktorsvörnin frá Lyfjafræðideild á árinu og deildin hefur þá útskrifað um 10% af öllum doktorum við HÍ á þessu ári. Í dag mun J. Sophie R.E. Jensen lyfjafræðingur verja doktorsritgerð sína:Lífvirk náttúruefni úr íslenskum soppmosum – frumdýra- og krabbameinsfrumuhemjandi virkni“ (enska: „Bioactive compounds from Icelandic liverworts – anti-protozoal and cytotoxic activity“).

Andmælendur eru Dr. Lars Bohlin, prófessor við Uppsalaháskóla í Svíþjóð og Dr. Hörður G. Kristinsson, rannsóknastjóri og deildarstjóri líftækni- og lífefnadeildar Matís.

Leiðbeinandi í verkefninu var Dr. Elín Soffía Ólafsdóttir, prófessor og meðleiðbeinandi Dr. Sesselja Ómarsdóttir, dósent við Lyfjafræðideild HÍ. Dr. Már Másson, forseti Lyfjafræðideildar HÍ, stjórnar athöfninni sem fer fram í hátíðasal, Aðalbyggingu og hefst klukkan 14.

Soppmosar er hópur frumstæðra mosa, sem framleiða óvenjuleg lífvirk efnasambönd. Þessar plöntur hafa verið notaðar í austurlenskum alþýðulækningum um aldir, aðallega sem þvagræsandi, við krabbameini, bakteríu- og sveppasýkingum.

Markmið rannsóknarinnar var að einangra og ákvarða sameindabygginar efnasambanda úr íslensku soppmosunumMarchantia polymorpha og Chiloscyphus pallescens, með áherslu á lífvirkni gegn krabbameinsfrumum og frumdýrum. Lífvirknileidd einangrun krabbameinsfrumuhemjandi efna, leiddi til bis-bíbensýl efnasambandsins marchantin A. Það hindraði frumufjölgun hjá nokkrum tegundum brjóstafruma, auk þess að sýna samverkandi, frumudrepandi áhrif á krabbameinsfrumur þegar það var gefið með Aurora-A kínasa hindranum MLN8237. Einnig var sýnt fram á hindrandi áhrif marchantin A á nokkur sjúkdómsframkallandi frumdýr, þ.m.t. Plasmodium falciparum sem veldur malaríu. Auk þess sýndi marchantin A hindrun á ensímið PfFAbZ í lifrarformi frumdýrsins sem gæti bent til sjúkdómsfyrirbyggjandi notkunarmöguleika.

Samantekið þá hafa niðurstöður verkefnisins aukið þekkingu á efnafræði þessara tveggja soppmosategunda og sýnt fram á áður óþekkta lífvirkni á sjúkdómsframkallandi frumur í rækt, sem gætu haft lyfjafræðilegt gildi.

Sophie vann um nokkra mánaða skeið að verkefni sínu hjá samstarfsaðilum í Kaupmannahöfn. Virknipróf á frumdýrum fóru fram hjá samstarfsaðilum, Dr. Morten A. Nielsen við Kaupmannahafnarháskóla og Dr. Deniz Tasdemir við Lyfjafræðideild Lundúnarháskóla. Auk þess var verkefnið að hluta unnið á Rannsóknastofu í krabbameinsfræðum við Læknadeild HÍ hjá Dr. Helgu M. Ögmundsdóttur sem jafnframt sat í doktorsnefnd Sophie. Auk hennar og leiðbeinenda voru í nefndinni Dr. Jerzy W. Jaroszewski prófessor við Kaupmannahafnarháskóla (hann lést 18. október 2011) og Dr. Már Másson, prófessor við Lyfjafræðideild HÍ.

J. Sophie R.E. Jensen (f. 1979) lauk kandídatsprófi í lyfjafræði frá Lyfjafræðideild HÍ 2006 og tók 1 misseri í skiptinámi við Kaupmannahafnarháskóla 2004. Á árunum 2006-7 tók Sophie 3 mánuði í starfsnám á rannsóknastofu hjá Novartis í Boston í Bandaríkjunum, ferðaðist í 3 mánuði um Asíu og Eyjaálfu og vann í hlutastarfi hjá Lyfju og hjá Íshestum. Sophie hóf doktorsnám 2008.

 Posted by at 10:18 am
Nov 192012
 

Í dag (mánudaginn 19. nóvember) fór fram doktorsvörn við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands en þá varði Berglind Eva Benediktsdóttir doktorsritgerð sína „EfnasmíðiN-alkýl-fjórgildra kítósanafleiða og gegndræpisaukandi áhrif þeirra á berkjuþekju“ (N-alkyl Quaternary Chitosan Derivatives for Permeation Enhancement in Bronchial Epithelia). Andmælendur voru dr. Ben Forbes, dósent við King‘s College London, og dr. Jón Valgeirsson, framkvæmdastjóri þróunareiningar Actavis á Íslandi. Leiðbeinendur voru dr. Már Másson, prófessor við Lyfjafræðideild og dr. med. Ólafur Baldursson lungnalæknir og framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala.

Ágrip úr rannsókn: Lyfjagjöf flestra líftæknilyfja takmarkast við stungulyfjaform sem oft fylgir sýkingarhætta og erting á stungustað. Lyfjagjöf með innöndun hefur því verið talinn álitlegur kostur en aðgengi lyfja eftir þessari leið takmarkast af litlu gegndræpi lungnaþekjunnar. Það mætti bæta lyfjagjöf eftir þessari leið með frásogshvötum sem auka gegndræpi lungnaþekjunnar en þar eru vatnsleysanlegar afleiður kítósans mjög áhugaverður kostur.

Markmið doktorsverkefnisins var að smíða fjórgildar kítósanafleiður með betur skilgreinda byggingu en áður hefur verið gert og ákvarða sambandið á milli lengdar N-alkýl keðju þeirra og gegndræpisaukandi áhrifa í berkjuþekjumódeli. Með nýju efnasmíðaleiðinni tókst að smíða kítósanafleiður með hátt hlutfall fjórgildingar (N-alkýl-N,N-dímetýl kítósan, 85-100%), án óæskilegra hliðarhvarfa sem einkenna oft afleiður af þessari gerð. Jafnframt tókst að ákvarða nákvæma byggingu afleiðanna. Fljúrljómandi hópur var tengdur sértækt inn á fjórgilda trímetýlkítósanafleiðu (TMC) og staðsetning hennar í VA10 berkjuþekjufrumulínunni ákvörðuð. VA10 reyndist líkja vel eftir þeim þekjuvefseiginleikum sem lungun hafa og var því notuð til að kanna gegndræpisaukandi virkni kítósanafleiðanna. Eftir því sem að N-alkýl keðjan á afleiðunum var lengri, því meiri varð gegndræpi, riðlun þéttitengja og minni lífvænleiki í röðinni: hexýl ≈ bútýl > própýl > metýl (TMC). TMC reyndist því vera sú afleiða sem jók gegndræpi í berkjuþekjunni án þess að hafa varanleg áhrif á lífvænleika hennar og er því vænlegur kostur í frekari þróun innöndunarlyfjaforma.

Rannsóknin var unnin við Lyfjafræðideild og Rannsóknarstofu í stofnfrumufræðum við Háskóla Íslands og við Lífvísindadeild Kaupmannahafnarháskóla. Doktorsverkefnið og tengd rannsóknaverkefni voru fjármögnuð af Eimskipasjóði og Rannsóknasjóði Háskóla Íslands, Vísindasjóði og Tækniþróunarsjóði RANNÍS, Markáætlun um erfðafræði í þágu heilbrigðis og um örtækni, Lyfjafræðingafélagi Íslands, Verðlaunasjóður Bergþóru og Þorsteins Scheving Þorsteinssonar og Vísindasjóði Landspítala.

Doktorsnefnd skipuðu, auk leiðbeinenda, Knud J. Jensen, prófessor við Lífvísindadeild Kaupmannahafnarháskóla, Sesselja Ómarsdóttir, dósent við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands og Þórarinn Guðjónsson, dósent við Læknadeild Háskóla Íslands.

Berglind Eva Benediktsdóttir er fædd í Svíþjóð árið 1982. Hún lauk stúdentsprófi af náttúrufræðibraut I frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 2002 og MS gráðu í lyfjafræði við Háskóla Íslands árið 2007.

 Posted by at 11:32 am
WP-Backgrounds Lite by InoPlugs Web Design and Juwelier Schönmann 1010 Wien