Elín Soffía Ólafsdóttir

 

Elín Soffía lauk lyfjafræðingsprófi frá Lyfjafræðiháskólanum í Kaupmannahöfn árið 1986 og Ph.D. prófi frá sama skóla 1991. Hún hóf störf við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands 1991, fyrst sem lektor, síðan dósent og hefur gengt stöðu prófessors frá árinu 2005. Sérsvið Elínar Soffíu er lyfja- og efnafræði náttúruefna. Helstu áhugamál og rannsóknaverkefni eru á sviði lífvirkra náttúruefna úr íslensku lífríki, og hafa þau á síðustu árum einkum snúið að áhugaverðum fjölsykrum úr fléttum, alkalóíðum úr jöfnum og bisbíbenzylum og seskvíterpenum úr soppmosum.

Heimasíða hjá HÍ

ISI greinar á Google Scholar

 

 Posted by at 6:58 pm
WP-Backgrounds Lite by InoPlugs Web Design and Juwelier Schönmann 1010 Wien