Natalia Magdalena Pich

 

Natalia Magdalena PichPhD student

Project title: Leit að lyfjasprotum gegn Alzheimers

About project: Markmið verkefnisins er að leita virkra náttúruefna úr íslenskum lágplöntum og fléttum sem mögulega gætu gagnast sem lyf við Alzheimers-sjúkdómnum.

Mikil þörf er á betri lyfjum með öflugri verkun og minni aukaverkunum en til eru í dag. „Mér þykir þessi rannsókn sérlega áhugaverð vegna þess að hún snýst um að leita náttúruefna sem gætu orðið fyrirmyndir að nýjum lyfjum. Í sögulegu samhengi hefur notkun náttúrulegra efnasambanda í lyfjagerð skilað góðum árangri og heldur án efa áfram að leika stórt hlutverk í þróun nýrra lyfja í framtíðinni,“ segir Natalia en hún er frá Póllandi.

Lífvirk efnasambönd sem fengin eru úr náttúrunni gegna lykilhlutverki í meðferð margra erfiðra og algengra sjúkdóma þ.á m. Alzheimers-sjúkdómsins. Enn fremur varpa lífvirk efnasambönd oft betra ljósi á líffræðina á bak við sjúkdómana.

Lyf sem nú eru notuð við Alzheimers-sjúkdómnum eru flest svokallaðir kólínesterasahindrar og þótt þau hægi á framgangi sjúkdómsins er notagildi þeirra takmarkað. Mikil þörf er á betri lyfjum með öflugri verkun og minni aukaverkanir. Nýlega hefur verið sýnt fram á að efni sem hafa áhrif á svokallaða nikotínasetýlkólínviðtaka gætu reynst gagnleg Alzheimers-lyf ásamt áðurnefndum  kólínesterasahindrum.

Supervisor: Elin Soffia Olafsdottir

Natalia lauk M.Sci. námi í efnafræði frá Rzeszow University of Technology í Póllandi í júlí 2010. Natalia hlaut styrk úr Eimskipafélagssjóði til þriggja ára til verkefnisins

E-mail

WP-Backgrounds Lite by InoPlugs Web Design and Juwelier Schönmann 1010 Wien