Hakon Hrafn Sigurdsson

 

Hákon lauk lyfjafræðingaprófi (M.S.) frá Lyfjafræðideild HÍ árið 1999.  Frá 1999 til 2002 vann Hákon við ýmsar lyfjarannsóknir, m.a. við lyfjafræðideild HÍ og hjá Íslenskum lyfjarannsóknum (Encode).  Hákon stundaði doktorsnám við lyfjafræðideild HÍ og við Saarland University og útskrifaðist árið 2006. Einnig hlaut Hákon  “European PhD in advanced drug delivery” titil frá Galenos Network sama ár. Hákon starfaði sem sérfræðingur í lyfjaformum hjá Actavis 2005-2006 en hóf svo störf sem dósent í eðlislyfja- og lyfjagerðarfræði við Lyfjafræðideild HÍ.  Helstu rannsóknasvið Hákons eru á sviði slímhimnuviðloðunar, aðgengi lyfja inn í augu, formúleringar, flæði lyfja gegnum húð og himnur.  Einnig hefur hann unnið með sýklódextrín meira og minna frá 1997.

Keywords:

Homepage at hi.is

ISI publications at Google Scholar

 

 

WP-Backgrounds Lite by InoPlugs Web Design and Juwelier Schönmann 1010 Wien