Larus Steinthor Gudmundsson

 

LarusLárus Steinþór Guðmundsson lauk lyfjafræðingsprófi frá HÍ árið 1993, M.S. prófi í klínískri faraldsfræði árið 2000 frá Erasmus University Rotterdam og Ph.D. prófi í líf- og læknavísindum frá HÍ árið 2010. Lárus hefur starfað hjá innlendum lyfjafyrirtækjum og á Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði jafnframt því að vera stundakennari við HR og HÍ. Að loknu doktorsprófi stundaði hann faraldsfræði rannsóknir við National Institute on Aging, Laboratory of Population Science, National Institute of Health í Bandaríkjunum. Hann hóf störf við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands 2013, sem lektor. Sérsvið Lárusar er lyfjafaraldsfræði og faraldsfræði höfuðverkja. Helstu rannsóknaverkefni eru á sviði mígrenis og tengsla mígrenis við aðra sjúkdóma eins og þunglyndi og hjarta- og æðasjúkdóma.

Keywords: Faraldsfræði höfuðverkja og mígrenis. Hjarta- og æðasjúkdómar. Lyfjafaraldsfræði. Langsniðs hóprannsóknir.

Homepage at hi.is

ISI publications at Google Scholar

WP-Backgrounds Lite by InoPlugs Web Design and Juwelier Schönmann 1010 Wien