Mar Masson

 

Már lauk Cand. Scient., prófi í lífrænni efnafræði frá Kaupmannarhafnarháskóla 1990 og doktorsprófi í líftækni á sviði verkfræði frá Tækniháskólanum í Tokyo (T.I.T)  1995. Hann er nú próifessor í lyfjaefnafræði.  Megin áherslan í rannsóknum Más er efnasmíð og lyfjafræðilegir eiginleikar kítósanafleiða og þróun silikon lyfjaforðakerfa. Rannsóknir á kítósani felast í því að nota lyfjaefnafræðilegar aðferðir við þróun á lífvirkum líffjölliðu afleiðum (örefnum).  Þessi efni hafa verið rannasökuð í samstarfi við vísindamenn á Íslandi or erlendis, sem örverudrepandi efni, fyrir lyfjagjöf í gegnum lungnaþekju, lyfjagjöf um húð og ljósörvaða upptöku í krabbameinsmeðferð.

Homepage at hi.is

ISI publications at Google Scholar

WP-Backgrounds Lite by InoPlugs Web Design and Juwelier Schönmann 1010 Wien