Thordis Kristmundsdottir

 

Þórdís stundaði nám í lyfjafræði við Háskóla Íslands og Háskólann í Manchester, Englandi, og lauk Ph.D. prófi frá Manchesterháskóla árið 1976. Hún var Post-Doctoral Research Fellow á vegum I.C.I. Pharmaceuticals við lyfjafræðideild Manchesterháskóla á árunum 1977-1979 en hóf störf við lyfjafræðideild Háskóla Íslands haustið 1979. Þórdís var skipuð prófessor í lyfjagerðarfræði við lyfjafræðideild 1986. Rannsóknir Þórdísar á síðustu árum hafa einkum beinst að þróun og prófunum á lyfjaformum sem innihalda sýkladrepandi fitusýrur og mónóglýseríð með það að markmiði að fyrirbyggja smit um slímhimnur og til meðferðar á húð- og slímhimnusýkingum.

Keywords: Lyfjaform. Lípíð. Húð. Slímhúð. Míkróhúðun

Homepage at hi.is

ISI publications at Google Scholar

WP-Backgrounds Lite by InoPlugs Web Design and Juwelier Schönmann 1010 Wien