Thorsteinn Loftsson

 

Þorsteinn lauk lyfjafræðingaprófi frá Lyfjafræðideild Kaupmannahafnarháskóla árið 1975, meistaraprófi í lyfjaefnafræði frá University of Kansas árið 1978 og doktorsprófi í lyfjaefnafræði frá sama skóla í nóvember 1979.  Þorsteinn hóf störf við lyfjafræðideild Háskóla íslands í nóvember 1979, fyrst sem lektor en síðan sem dósent (1983) og prófessor (1986) í eðlislyfjafræði.  Hann er stofnandi og stjórnarmaður sprotafyrirtækjanna Cyclops ehf. (1993-2000), Oculis ehf. (frá 2003) og Lipid pharmaceuticals ehf. (frá 2009).  Helstu rannsóknasvið Þorsteins eru notkun sýklódextrína í lyfjaform, leysanleiki lyfja, stöðugleiki lyfja og flutningur lyfja í gegnum lífrænar himnur.  Einnig hefur hann rannsakað forlyf, mjúk lyf og kalixaren.  Þorsteinn hefur ritað yfir 200 greinar í ritrýnd alþjóðleg vísindarit auk bókakafla og óritrýndra greina, og fengið 11 alþjóðleg einkaleyfi.

Keywords: Örtækni, sýklódextrín, leysanleiki, aðgengi, slímhimnur, lyfjagjöf í augu.

Hompage at hi.is

ISI publications at Google Scholar

WP-Backgrounds Lite by InoPlugs Web Design and Juwelier Schönmann 1010 Wien