Ása Bryndís Guðmundsdóttir

 

Doktorsnemi

Heiti verkefnis: Leit að efnum með ónæmistýrandi eiginleika í íslenskum sjávarhryggleysingjum

Um verkefnið: Tilgangur  doktorsverkefnisins er að rannsaka hvort sjávarhryggleysingjar, sem safnað verður í íslenskum sjó hafi að geyma ný ónæmisstýrandi efnasambönd sem gætu reynst áhugaverð til lyfjaþróunar. Áhersla verður lögð á rannsóknir á sjávarhryggleysingjum sem hafa mjúkt yfirborð og eru þar með líklegri til þess að stunda efnahernað sér til varnar.  Extraktar sem sýna áhugaverða lífvirkni í angafrumulíkani mun haldið áfram með í lífvirknileidda einangrun virkra innihaldsefna. Efnabyggingar nýrra og áhugaverðra lífvirkra efnasambanda munu skoðaðar frekar og skilgreindar nákvæmlega með kjarnsegulgreiningu og massagreiningu. Ónæmisstýrandi áhrif hreinna efnasambanda verða síðan prófuð í angafrumulíkani og í samrækt með T frumum.

Leiðbeinendur: Sesselja S. Ómarsdóttir og Jóna Freysdóttir, prófessor

Ása Bryndís lauk MS-prófi í lyfjafræði frá Háskóla Íslands vorið 2011 og hóf doktorsnám haustið 2011.

Tölvupóstur

 

 Posted by at 2:50 pm
WP-Backgrounds Lite by InoPlugs Web Design and Juwelier Schönmann 1010 Wien